Íslands- og bikarmeistarar Víkings úr Reykjavík eru einu einvígi frá því að komast í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta eftir sterkan útisigur á Flora Tallinn frá Eistlandi í eistnesku höfuðborginni í gær, 2:1
Skoraði Aron Elís Þrándarson gerði fyrra mark Víkings er hann fórnaði sér fyrir málstaðinn í vítateig Flora Tallinn í eistnesku höfuðborginni.
Skoraði Aron Elís Þrándarson gerði fyrra mark Víkings er hann fórnaði sér fyrir málstaðinn í vítateig Flora Tallinn í eistnesku höfuðborginni. — Morgunblaðið/Óttar

Sambandsdeild

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Íslands- og bikarmeistarar Víkings úr Reykjavík eru einu einvígi frá því að komast í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta eftir sterkan útisigur á Flora Tallinn frá Eistlandi í eistnesku höfuðborginni í gær, 2:1.

Liðin skildu jöfn, 1:1, í fyrri leiknum og fara Víkingar því áfram með samanlögðum 3:2-sigri eftir tvo leiki.

Fórnaði sér fyrir málstaðinn

Aron Elís Þrándarson gerði fyrra mark Víkings á 6. mínútu með skalla af stuttu færi. Fórnaði hann sér fyrir málstaðinn því uppaldi Víkingurinn fékk þungt höfuðhögg í þann mund sem hann skoraði. Hann fékk annað höfuðhögg um 20 mínútum síðar og þurfti þá að fara af

...