Leiðtogi Danielle Rodriguez hlaut íslenskan ríkisborgararétt í lok síðasta árs en hún hefur leikið með Stjörnunni, KR og Grindavík hér á landi.
Leiðtogi Danielle Rodriguez hlaut íslenskan ríkisborgararétt í lok síðasta árs en hún hefur leikið með Stjörnunni, KR og Grindavík hér á landi. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Danielle Rodriguez er á meðal þeirra 18 leikmanna sem eru hluti af æfingahópi íslenska kvennalandsliðsins í körfuknattleik.

Rodriguez er fædd í Bandaríkjunum en hlaut íslenskan ríkisborgararétt í lok síðasta árs og er því gjaldgeng í íslenska liðið.

Á árunum 2016 til 2024 lék hún með Stjörnunni, KR og loks Grindavík hér á landi ásamt því að þjálfa hjá Stjörnunni og vera aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins. Einnig þjálfaði hún U16-ára landslið Íslands í kvennaflokki og var aðstoðarþjálfari U20-ára kvennalandsliðsins.

Gekk Rodriguez svo til liðs við Fribourg í Sviss fyrr í sumar.

Íslenska liðið æfir um þessar mundir hér á landi en æfingarnar eru liður í undirbúningi fyrir síðustu leikina í undankeppni EM 2025 sem verða spilaðir í nóvember

...