Þessa mynd er ég að sauma út þessa dagana. Ég hélt að þetta væri kona en þetta er víst karl, samtímalistamaðurinn Grayson Perry.
Þessa mynd er ég að sauma út þessa dagana. Ég hélt að þetta væri kona en þetta er víst karl, samtímalistamaðurinn Grayson Perry.

Það er nauðsynlegt að staldra við reglulega og skoða hvernig mætti endurskipuleggja tilveruna til þess að fá aðeins meira út úr verunni hérna í samfélagi manna. Ef fólk er á harðahlaupum upp metorðastigann getur hjálpað að bæta við sig þekkingu til að flýta fyrir framanum. Fara í MBA-nám, læra geðhjúkrun eða lögfræði. Nú eða skrá sig í fatasaum fyrir byrjendur í Tækniskólanum.

Sjálf er ég, skyndilega og nokkuð óvænt, komin á þann stað að ég þrái að bæta við mig þekkingu til auka skemmtanagildi tilverunnar. Samt ekki bara mér til skemmtunar heldur líka til að hvíla hugann og hugsa um eitthvað annað en daglegt strit. Þessar hugleiðingar leiddu til þess að nú hef ég skráð mig á námskeið hjá Heimilisiðnaðarfélaginu og mun vonandi einhvern tímann geta klætt mig í afraksturinn; íslenska þjóðbúninginn. Það liggur þó ekki alveg fyrir á þessu augnabliki hvort saumaður verður 19.

...