„Ég er á tvöföldum styrk, náms- og íþróttastyrk sem dekkar um 60% af námskostnaðinum og í styrknum er í raun mjög mikið. Allir tímarnir, æfingarnar, bækurnar og bæði húsnæði og fæði. Ég er ekki á námslánum en foreldrar mínir styrkja mig,“ segir Birta.
„Ég er á tvöföldum styrk, náms- og íþróttastyrk sem dekkar um 60% af námskostnaðinum og í styrknum er í raun mjög mikið. Allir tímarnir, æfingarnar, bækurnar og bæði húsnæði og fæði. Ég er ekki á námslánum en foreldrar mínir styrkja mig,“ segir Birta. — Morgunblaðið/Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Birta var einungis nítján ára gömul þegar hún hélt vestur um haf en hún er uppalin í Mosfellsbænum og gekk í Varmárskóla sem nú heitir Kvíslarskóli.

Eftir grunnskólann fór Birta í Versló en samhliða náminu æfði hún sund af kappi. „Ég var á náttúrufræðibraut í Versló og elskaði það. Ég er búin að æfa sund frá því ég var sjö ára gömul og var alltaf með Aftureldingu en æfi nú með Breiðabliki. Ég hef mikinn áhuga á öllum útiíþróttum en sundið hefur alltaf verið mitt aðaláhugamál.“ Hún segist mest æfa bringusund og skriðsund en einnig hefur hún æft fjórsund sem er flugsund, baksund, bringusund og skriðsund. „Frá fimmta bekk var ég á morgunæfingum þrisvar í viku og kvöldæfingum alla daga og þegar ég var ekki á morgunsundæfingu var ég látin lyfta, svo ég æfði tvisvar á dag í mörg ár. Þetta var mjög krefjandi og margir sem hættu í kringum unglingsárin.“ Hún segist ekki vera alveg viss um hvað

...