— Morgunblaðið/Árni Sæberg

Þrátt fyrir að veðrið hafi ekki verið upp á marga fiska í sumar og verðbólgan ekki gefið eftir láta ferðamenn það ekki stöðva sig í að heimsækja Ísland. Yfirvofandi eldsumbrot á Reykjanesskaga fæla ferðamennina heldur ekki frá. Allt að 1.600 manns á dag virða hraunið við Sundhnúkagígaröðina fyrir sér. Nýr teljari var settur upp í Grenjadal nýverið. Brott­far­ir ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli í nýliðnum júlí­mánuði voru 277 þúsund tals­ins og hefur ekki verið svipaður brott­fara­fjöldi í júlímánuði síðan árið 2018.