Gleði Framarar unnu mikilvægan sigur gegn ÍBV í Vestmannaeyjum.
Gleði Framarar unnu mikilvægan sigur gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. — Morgunblaðið/Eyþór Árnason

Birna Kristín Eiríksdóttir reyndist hetja Fram þegar liðið heimsótti ÍBV í Vestmannaeyjum í 15. umferð 1. deildar kvenna í knattspyrnu í gær. Leiknum lauk með naumum sigri Fram, 2:1, en Birna skoraði sigurmarkið á 66. mínútu. Áður hafði Emma Björt Arnarsdóttir komið Fram yfir en Ágústa María Valtýsdóttir jafnaði metin fyrir ÍBV.

 HK er komið í sjötta sæti deildarinnar eftir sigur gegn ÍA, 3:1, í Kórnum í Kópavogi. Olga Ingibjörg Einarsdóttir, Brooklyn Entz og Hrafnhuldur Salka Pálmadóttir skoruðu mörk HK í fyrri hálfleik en Juliana Paoletti minnkaði muninn fyrir ÍA í upphafi síðari hálfleiks.

 Selfoss vann sinn þriðja leik í deildinni í sumar þegar liðið heimsótti Aftureldingu í Mosfellsbæ en leiknum lauk með sigri Selfoss, 3:1. Unnur Dóra Bergsdóttir kom Selfossi yfir á 38. mínútu en Katrín Rut

...