„Ég var alltaf með smá minnimáttarkennd yfir því að vera ekki með háskólamenntun í mínu starfi. Á einu tímabili var ég orðin eini vörumerkjastjórinn í mínu fyrirtæki sem var ekki með háskólagráðu og þessi minnimáttarkennd var alltaf smá prentuð inn í mig.“
Erna Hrund Hermannsdóttir var með minnimáttarkend af því hún fór ekki í háskóla heldur beint út á vinnumarkaðinn eftir menntaskóla. Hún er glöð og þakklát fyrir að hafa komist inn í MBA-nám og segir það hafa veitt henni meira sjálfstraust.
Erna Hrund Hermannsdóttir var með minnimáttarkend af því hún fór ekki í háskóla heldur beint út á vinnumarkaðinn eftir menntaskóla. Hún er glöð og þakklát fyrir að hafa komist inn í MBA-nám og segir það hafa veitt henni meira sjálfstraust. — Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

Ég er með stúdentspróf frá Verzlunarskólanum. Svo fór ég ekki í háskóla. Ég lærði förðunarfræði og byrjaði að vinna sem vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni með þá menntun. En síðustu ár hef ég verið að taka diplómur, til dæmis í vörumerkjastjórnun og stafrænni markaðssetningu. Svo ákvað ég að henda mér í MBA-nám og ég fékk undanþágu með að komast inn án grunngráðu frá háskóla út frá reynslu,“ segir Erna Hrund.

Af hverju varð þetta nám fyrir valinu?

„Þegar ég fór að horfa á hvað mig langaði að gera í framtíðinni með minn starfsferil ákvað ég að það væri tími til kominn að sækja mér meiri þekkingu. Svo ég fór og las mér til um alls konar nám og datt niður á MBA-námið í Háskóla Íslands. Ég valdi það því það er á íslensku og mig langaði að dýpka skilninginn á íslensku viðskiptalífi og efla tengsl á íslenska markaðnum. Ég náði að skjóta inn umsókn eftir

...