Hvítur á leik
Hvítur á leik

1. Rf3 d5 2. g3 Rf6 3. Bg2 e6 4. 0-0 Be7 5. c4 0-0 6. b3 a5 7. Rc3 c6 8. d4 b6 9. Rd2 b5 10. cxb5 cxb5 11. Rxb5 Db6 12. Rc3 Dxd4 13. Bb2 Da7 14. e4 Ba6 15. exd5 Bxf1 16. Dxf1 exd5 17. Rxd5 Rxd5 18. Bxd5 Hd8 19. Dc4 Ra6 20. Dg4 Bf8 21. Re4 Hxd5 22. Rf6+ Kh8 23. Rxd5 f6 24. Hc1 Df7

Staðan kom upp á lokuðu móti í Ceske Budjovice í Tékklandi sem lauk í byrjun júlí. Sigurvegari mótsins, Vignir Vatnar Stefánsson (2.492), hafði hvítt gegn Laurenz Borrmann (2.378) frá Austurríki. 25. Df5? hvítur gat unnið skákina á snyrtilegan hátt: 25. Rxf6! gxf6 26. Hc6! Bg7 27. Hxa6! Hxa6 28. Dc8+ og hrókur svarts á a6 fellur. 25. … Rb4 26. Rb6 He8 27. Hc8 Rxa2 28. Hxe8 Dxe8 29. Dxa5 hvítur er peði yfir og með vinningsmöguleika. Skák er hins vegar stundum óútreiknanleg. Vignir, sem venjulega teflir endatöfl vel, tapaði skákinni.