Fyrsta heimildarmynd hinnar úkraínsku Anastasiu Bortuali, Temporary Shelter eða Tímabundið skjól, verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto, TIFF, sem stendur yfir frá 5. til 15
Annað líf Úkraínsk börn horfa til sólar í heimildarmyndinni Temporary Shelter, á íslensku Tímabundið skjól.
Annað líf Úkraínsk börn horfa til sólar í heimildarmyndinni Temporary Shelter, á íslensku Tímabundið skjól.

Helgi Snær Sigurðsson

helgisnaer@mbl.is

Fyrsta heimildarmynd hinnar úkraínsku Anastasiu Bortuali, Temporary Shelter eða Tímabundið skjól, verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto, TIFF, sem stendur yfir frá 5. til 15. september. Bortuali fékk hæli á Íslandi eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu og fjallar myndin um landa hennar sem eru flóttamenn hér á landi. Helgi Felixson framleiðir myndina sem er unnin í samstarfi Iris Film á Íslandi og Felix Film í Svíþjóð. Kvikmyndasjóður studdi verkefnið og verður myndin sýnd í Bíó Paradís í haust.

Í Temporary Shelter er ljósi varpað á líf flóttamanna frá Úkraínu hér á landi, fólks sem er í sömu stöðu og Bortuali, brothætta tilveru þess og styrk. Segir í lýsingu á myndinni á vef TIFF að í bakgrunni séu eldsumbrot og

...