„Það fylgir engin handbók með okkur þegar við fæðumst og það er margt sem við lærum ekki í uppvextinum. Sum fæðumst við með viðkvæmt taugakerfi og ýmislegt í uppvexti og annarri reynslu getur svo ýtt undir það að við eigum erfitt með að þola sterkar tilfinningar.“
Ragnheiður Haralds Eiríksdóttir Bjarman segir að sumir fæðist með viðkvæmt taugakerfi og ýmislegt í uppvextinum geti gert það að verkum að fólk á erfitt með að þola sterkar tilfinningar.
Ragnheiður Haralds Eiríksdóttir Bjarman segir að sumir fæðist með viðkvæmt taugakerfi og ýmislegt í uppvextinum geti gert það að verkum að fólk á erfitt með að þola sterkar tilfinningar. — Morgunblaðið/Eggert

Eftir að hafa lært hjúkrunarfræði og útskrifast úr faginu 1995 hefur margt á daga Ragnheiðar drifið. Hún starfaði í lyfjabransanum í áratug en þá fékk hún svo mikla prjónadellu að hún fór að hanna lopapeysur, gefa út prjónabækur og selja útlendingum prjónaferðir til Íslands. Um tíma starfaði hún sem kynlífsráðgjafi og blaðamaður. Í vor útskrifaðist hún með MSc-próf í geðhjúkrun frá Háskóla Íslands en námið var sett á laggirnar fyrir tveimur árum til að efla geðhjúkrun í landinu.

Hvernig kom það til að þú ákvaðst að bæta við þig MS-prófi í geðhjúkrun?

„Ég hef unnið við geðhjúkrun síðan ég útskrifaðist úr hjúkrun þótt ég hafi tekið U-beygjur á vinnumarkaðnum. Ég vann til dæmis í áratug í lyfjabransanum og fjallaði samhliða um kynlíf á ýmsum vettvangi, fór á fullt í prjónabransann og svo í blaðamennsku í nokkur ár. Frá árinu 2017 hef ég svo alfarið

...