Fjórir einstaklingar hafa gefið kost á sér í embætti umboðsmanns Alþingis. Þetta eru þau Anna Tryggvadóttir, skrifstofustjóri í mennta- og barnamálaráðuneytinu, Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, Kristín Benediktsdóttir,…
Kristín Benediktsdóttir
Kristín Benediktsdóttir

Fjórir einstaklingar hafa gefið kost á sér í embætti umboðsmanns Alþingis. Þetta eru þau Anna Tryggvadóttir, skrifstofustjóri í mennta- og barnamálaráðuneytinu, Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, Kristín Benediktsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Reimar Pétursson lögmaður.

Núverandi umboðsmaður, Skúli Magnússon, var fyrr á árinu skipaður dómari við Hæstarétt. Forsætisnefnd Alþingis auglýsti 3. júlí sl. að hún myndi fyrir lok septembermánaðar gera tillögu til Alþingis um einstakling til að gegna embætti umboðsmanns Alþingis. Var áhugasömum boðið að gefa kost á sér eða koma á framfæri ábendingum um einstaklinga í embættið.

Sérstök ráðgjafarnefnd verður undirnefnd forsætisnefndar til aðstoðar um tillögu til forsætisnefndar um einstakling sem kosið verður um á Alþingi er það kemur saman.