— AFP

Tveir kajakræðarar í Kaliforníu upplifðu nokkuð ógnvekjandi fyrr í mánuðinum þegar gríðarlangur hvítháfur elti þá í nokkrar mínútur í Half Moon Bay í Kaliforníu.

Ian Walters náttúrufræðikennari náði atvikinu á myndband sem hefur nú farið sem eldur í sinu um netið. Málum lyktaði þó betur en margir hefðu búist við, þar sem hvítháfurinn missti áhuga á kajökunum þegar nokkrir selir í nágrenninu vöktu athygli hans. „Við reyndum bara að halda ró okkar og gefa hákarlinum enga ástæðu til að bregðast við,“ sagði Walters. Myndbandið má sjá á K100.is.