Hvað er það sem heillar þig við mannauðsstjórnun? „Mannauðsmál snúast fyrst og fremst um fólk og mér hefur alltaf fundist fólk áhugavert. Hvað lætur fólki líða vel og illa, hvað hvetur fólk áfram og hvernig er hægt að hámarka árangur, lífsgæði og hamingju
Það skiptir máli að fólki líði vel á vinnustaðnum og þá þurfa ólíkir þættir að spila saman.
Það skiptir máli að fólki líði vel á vinnustaðnum og þá þurfa ólíkir þættir að spila saman.

Hvað er það sem heillar þig við mannauðsstjórnun?

„Mannauðsmál snúast fyrst og fremst um fólk og mér hefur alltaf fundist fólk áhugavert. Hvað lætur fólki líða vel og illa, hvað hvetur fólk áfram og hvernig er hægt að hámarka árangur, lífsgæði og hamingju. Við eyðum flest svo miklum tíma á hverjum degi í vinnunni og vinna og vinnuumhverfið hefur mikil áhrif á líf okkar. Þekking. hæfni og færni í mannauðsmálum á vinnustöðum er því afar dýrmæt og mikilvæg.“

„Mér fannst vanta nokkurs konar framhaldsnámskeið“

Hvað varð til þess að þú byrjaðir með námskeiðið?

„Ég kenndi til nokkurra ára námskeið í meistaranámi hjá Háskólanum á Bifröst sem heitir Vinnusálfræði. Þar er stikað á stóru í ýmsum mannauðstengdum málum, með umfjöllun um streitu, viðhorf

...