Stöndum vörð um krossinn, kirkjuna, móðurmálið og blessun lands og lýðs.
Ólafur F. Magnússon
Ólafur F. Magnússon

Ólafur F. Magnússon

Gefðu að móðurmálið mitt,

minn Jesú þess ég beiði,

frá allri villu klárt og kvitt,

krossins orð þitt út breiði

um landið hér, til heiðurs þér,

helst mun það blessun valda,

meðan þín náð lætur vort láð

lýði og byggðum halda.

(35. passíusálmur Hallgríms Péturssonar)

Þessi passíusálmur Hallgríms Péturssonar hefur verið mér hugleikinn allt frá árinu 1974 þegar ég heyrði Kristján Eldjárn, þáverandi forseta Íslands, lesa sálminn í Saurbæjarkirkju á 300 ára ártíð sálmaskáldsins á fallegan og skýrmæltan hátt. Áhersla sálmaskáldsins á krossinn, blessun lýðs og lands og móðurmálið hefur ætíð hrifið mig. Ýmsir meðal rétttrúnaðarvinstrisins hrífast þó ekki af boðskap

...