„Fólk fattar ekki að þú ert að gera alveg sömu sníðagerð, hún er bara komin á tölvutækt form. Sumir halda að ég sé að nota gervigreind og geri þar af leiðandi ekkert sjálf, en það er alls ekki þannig. Þú þarft að kunna sníðagerð og skilja saumaskap.“
Björg Ingadóttir segir að það að þræða nál og tvinna sé alltaf hluti af fatahönnun þótt sníðagerð hafi gjörbreyst vegna tæknibyltingarinnar.
Björg Ingadóttir segir að það að þræða nál og tvinna sé alltaf hluti af fatahönnun þótt sníðagerð hafi gjörbreyst vegna tæknibyltingarinnar. — Morgunblaðið/Eyþór

Björg er flestum landsmönnum að góðu kunn en hún stofnaði verslunina Spaksmannsspjarir árið 1993 með það að markmiði að hanna einstakar flíkur.

„Ég hef verið í þessu fagi alla mína ævi og fylgst grannt með nýjum stafrænum leiðum í fatahönnun og fataframleiðslu síðustu ár. Ég byrjaði í kringum 2017 að leita leiða til þess að gera mig sjálfbærari í starfi mínu sem fatahönnuður og komst fljótt að því að föt þurfa ekki að vera efnisleg til þess að vera til. Tæknin er aðalatriðið í dag,“ útskýrir hún.

„Þetta gamla fer nú að verða úrelt“

Margt hefur breyst frá því að Björg byrjaði að hanna og sauma flíkur fyrir einhverjum áratugum síðan. Hún segir stafrænu byltinguna eiga eftir að gjörbreyta fatahönnun og verslunarmenningu um allan heim.

„Þetta gamla fer nú að verða úrelt

...