Markaðsaðilar vænta þess að verðbólga verði að meðaltali 6,2% á yfirstandandi ársfjórðungi. Þetta kemur fram í könnun sem Seðlabanki Íslands gerði dagana 12.-14. ágúst sl. og birt er á vef bankans. Þar segir að leitað hafi verið til 36 markaðsaðila á skuldabréfamarkaði, þ.e
Efnahagsmál Markaðsaðilar gera ráð fyrir því að verðbólga verði 3,6% að meðaltali á næstu tíu árum samanborið við 3,5% í síðustu könnun.
Efnahagsmál Markaðsaðilar gera ráð fyrir því að verðbólga verði 3,6% að meðaltali á næstu tíu árum samanborið við 3,5% í síðustu könnun. — Morgunblaðið/Ómar

Þóroddur Bjarnason

tobj@mbl.is

Markaðsaðilar vænta þess að verðbólga verði að meðaltali 6,2% á yfirstandandi ársfjórðungi. Þetta kemur fram í könnun sem Seðlabanki Íslands gerði dagana 12.-14. ágúst sl. og birt er á vef bankans.

Þar segir að leitað hafi verið til 36 markaðsaðila á skuldabréfamarkaði, þ.e. banka, lífeyrissjóða, verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, verðbréfamiðlana, fyrirtækja með starfsleyfi til eignastýringar og tryggingafélaga. Svör fengust frá 25 aðilum

...