Slagsmál brutust út á tyrkneska þinginu í gær, en þá fór fram umræða um ákvörðun stjórnarmeirihlutans í janúar um að svipta stjórnarandstæðinginn og lögmanninn Can Atalay þinghelgi. Atalay var dæmdur í 18 ára fangelsi árið 2022 fyrir aðkomu sína að…
— AFP/Adem Altan

Slagsmál brutust út á tyrkneska þinginu í gær, en þá fór fram umræða um ákvörðun stjórnarmeirihlutans í janúar um að svipta stjórnarandstæðinginn og lögmanninn Can Atalay þinghelgi. Atalay var dæmdur í 18 ára fangelsi árið 2022 fyrir aðkomu sína að mótmælunum í Istanbúl 2013, en hann sóttist engu að síður eftir kjöri í þingkosningunum í fyrra og náði því.

Kveikjan að slagsmálunum var sú að stjórnlagadómstóll landsins úrskurðaði í byrjun mánaðarins að ákvörðunin um að svipta Atalay þinghelgi hefði brotið gegn stjórnarskránni, en mál Atalays hefur vakið upp miklar deilur í landinu, þar sem m.a. Hæstiréttur landsins og stjórnlagadómstóllinn tókust á um réttmæti þess að Atalay sitji í fangelsi.