Hjörvar Steinn Grétarsson og Olga Pruydnykova voru fulltrúar Íslands á Norðurlandamótinu í skák sem lauk sl. miðvikudag í Þrándheimi með sigri sænska alþjóðameistarans Jung Min Seo sem hlaut 7 vinninga af 9 mögulegum
Baráttukona Olga Prudnykova stóð sig vel í Þrándheimi.
Baráttukona Olga Prudnykova stóð sig vel í Þrándheimi. — Ljósmynd/Erik. R. Bang

Skák

Helgi Ólafsson

helol@simnet.is

Hjörvar Steinn Grétarsson og Olga Pruydnykova voru fulltrúar Íslands á Norðurlandamótinu í skák sem lauk sl. miðvikudag í Þrándheimi með sigri sænska alþjóðameistarans Jung Min Seo sem hlaut 7 vinninga af 9 mögulegum. Þetta var ekki Norðurlandamót í þeim skilningi sem áður var, heldur opið mót, Lewis chess legends 2024, en heitið vísar til afdrifa frægra taflmanna sem frændur okkar fullyrða að sé þeirra smíð og hafi lagt upp í siglingu frá norskum ströndum en síðan hafi fleyið brotnað í spón við skosku eyjuna Lewis. Um þetta atriði eru deildar meiningar hér á landi. Með aðkomu sinni gaf norræna skáksambandið mótinu aukið vægi þannig að sigurvegarar karla og kvenna hlutu Norðurlandameistaratitil.

...