Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í gær að Ísraelsmenn og Hamas-liðar hefðu aldrei verið nær því að semja um vopnahlé en nú, en vopnahlésviðræður fóru þá fram í Doha, höfuðborg Katar. Bandaríski utanríkisráðherrann Antony Blinken mun fara til…
Joe Biden
Joe Biden

Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í gær að Ísraelsmenn og Hamas-liðar hefðu aldrei verið nær því að semja um vopnahlé en nú, en vopnahlésviðræður fóru þá fram í Doha, höfuðborg Katar.

Bandaríski utanríkisráðherrann Antony Blinken mun fara til Ísraels um helgina til þess að reyna að þoka viðræðunum áfram, en Bandaríkjastjórn lagði fram málamiðlunartillögu í gær sem átti að greiða leiðina að vopnahléi. Fulltrúar Hamas-samtakanna lögðust hins vegar gegn tillögunni, þar sem þeir sögðu hana setja ný skilyrði frá Ísraelsmönnum á hendur sér. Viðræður munu hins vegar halda áfram eftir helgi.