Ingi Kristmanns, sem glímir við sjaldgæfan litningagalla, mun taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ár og rúlla heila 42 kílómetra í hjólastól sínum. Með honum í för verður Andri Steinarr Viktorsson sem hefur verið með Inga í liðveislu síðustu átta ár …
Félagar Þeir Ingi og Andri taka nú þátt í Reykjavíkurmaraþoninu þriðja árið í röð og nú skal taka 42 kílómetra.
Félagar Þeir Ingi og Andri taka nú þátt í Reykjavíkurmaraþoninu þriðja árið í röð og nú skal taka 42 kílómetra. — Morgunblaðið/Eggert

Egill Aaron Ægisson

egillaaron@mbl.is

Ingi Kristmanns, sem glímir við sjaldgæfan litningagalla, mun taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ár og rúlla heila 42 kílómetra í hjólastól sínum. Með honum í för verður Andri Steinarr Viktorsson sem hefur verið með Inga í liðveislu síðustu átta ár og mun Andri hlaupa maraþonið ásamt því að hjálpa til við að ýta Inga áfram.

Blaðamaður Morgunblaðsins hitti Inga og Andra ásamt föður Inga, Ágústi Kristmanns, í aðsetri félagsins Einstakra barna þar sem Guðrún Harðardóttir framkvæmdastjóri félagsins var einnig viðstödd.

Í þriðja sinn

„Það er bara svo gaman alltaf með Inga. Ég hef alltaf litið á hann eins og vin minn meira en eitthvert starf. Ég held að það sé líka eitt það mikilvægasta í þessu

...