Það á að styðja við listina, já, en listamönnum á ekki að vera haldið uppi af ríkinu …“
Vílar ekki fyrir sér að vinna önnur störf meðfram listinni.
Vílar ekki fyrir sér að vinna önnur störf meðfram listinni. — Ljósmynd/Lydia Athanasopoulou

Lefteris Yakoumakis stendur fyrir Myndasöguhátíð Siglufjarðar sem er, samkvæmt hans vitund, sú fyrsta sinnar tegundar hérlendis. Hátíðin fer fram dagana 30. ágúst til 1. september og þar munu bæði innlendir og erlendir listamenn kynna verk sín. Áherslan er á listamennina og að kynna myndasögur fyrir almenningi. Sjálfur er Lefteris myndasögusmiður og myndlistarmaður, með mastersgráðu í myndlist frá Aristoteles-háskóla í Þessalóníku. Hann er fæddur og uppalinn í höfuðborg Grikklands, Aþenu, en hefur búið á Siglufirði síðan 2013, með hléum. Þar stundar hann listina ásamt öðrum störfum.

Þegar viðtalið er tekið er Lefteris staddur í Aþenu en er á leið til Japans þar sem hann ætlar á námskeið í bardagalist, Bujinkan ninjutsu. Hann hefur stundað bardagalistina síðan 2018, byrjaði í Grikklandi og kennir nú siglfirskum börnum fimina. Lefteris lýsir því hvernig

...