Úlfar Vinirnir George Clooney og Brad Pitt eru á leiðinni á stóra skjáinn í kvikmyndinni Úlfar. Myndin fjallar um tvo einfara sem starfa sem klækjarefir og neyðast til þess að starfa saman. Úlfum leikstýrir Jon Watts, leikstjóri Spider-Man…
Vinir á góðri stundu.
Vinir á góðri stundu. — AFP

Úlfar Vinirnir George Clooney og Brad Pitt eru á leiðinni á stóra skjáinn í kvikmyndinni Úlfar. Myndin fjallar um tvo einfara sem starfa sem klækjarefir og neyðast til þess að starfa saman. Úlfum leikstýrir Jon Watts, leikstjóri Spider-Man kvikmyndanna, og myndin er framleidd af þeim félögum auk annarra stórlaxa. Það er mikil eftirvænting hjá aðdáendum tvíeykisins eftir sjöundu kvikmyndinni þeirra saman en félagarnir nutu mikilla vinsælda sem þjófarnir Danny Ocean og Rusty Ryan í Ocean-myndunum. Kvikmyndin verður frumsýnd á heimavelli Clooney á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum 1. september og síðan aðgengileg áhorfendum á Apple Tv+ í lok mánaðar.