Ólafur Ólafsson fæddist í Reykjavík 5. júlí 1959. Hann lést 30. júlí 2024. Útför Ólafs fór fram 14. ágúst 2024.

Í dag kveð ég elsku besta Óla frænda minn með miklum trega.

Þakklæti er mér efst í huga þegar ég hugsa um allar þær minningar sem ég á og mun varðveita vel um elsku móðurbróður minn. Á mínum 37 árum hef ég eytt ófáum stundum með Óla mínum, sem ég verð ævinlega þakklát fyrir. Lengst af bjó hann hjá ömmu og afa í Hvassaleitinu og flutti síðar á Skálatún í Mosfellsbæ. Óli bjó fyrstu árin í Fögruhlíð og árið 2009 fékk hann úthlutaða eigin íbúð í Vesturhlíð. Hann var mikill gleðigjafi, húmoristi, ákveðinn og náði alltaf að bræða alla sem kynntust honum. Ég var svo heppin að fá starf í Vesturhlíð árið 2014, eftir að Óli frændi gaf samþykki fyrir því að litla frænka kæmi að vinna á hans heimili. Við vorum alltaf náin en eftir að ég byrjaði að vinna

...