— Morgunblaðið/Eyþór

Það fer ekki milli mála að margur Íslendingurinn er vitlaus í guacamole. Það er auðvitað stór munur á að hafa það heimalagað eða kaupa það úti í búð. Hér að neðan er uppskrift frá Chuy á Fuego Taquería. Frábær dýfa fyrir snakkskálar helgarinnar. Njótið!

4 avókadó

½ laukur

safi úr einni límónu

handfylli af kóríander

1 grænt chili

1 tómatur

salt eftir smekk

Skerið laukinn og tómatinn, geymið til hliðar.

Saxið grænt chili í þunnar sneiðar (fjarlægið fræin ef þið viljið hafa guacamoleið

...