Áður en Joe Biden var látinn róa, meðal annars vegna þess að hann var orðinn ófær um að halda uppi opinberu samtali við Bandaríkjamenn, tók enginn varaforsetann alvarlega vegna pínlegs fliss. Biden hafði horft, með litlum leiklegum tilburðum, á spjöldin sín fyrir framan sig og las af þeim.
Morgunsól í Kópavogi.
Morgunsól í Kópavogi. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Tómas Guðmundsson skáld skrifaði í 10. bók í heildarútgáfu þeirra bóka um ljóð hans og frásagnir af mönnum og málefnum, sem Almenna bókafélagið gaf út 1981. Frá blaðsíðu 165 í 10. bók Tómasar er umfjöllunin Svipmyndir frá Sigurði málara. Tómas þekkti efnið út í æsar og fjallað um þær svipmyndir með sínum notalega og lipra hætti og tilgerðarlausri en ríkulegri samúð með viðfangsefninu, og það þótt hreinskilnislega sé fjallað um það sem best tókst til í tilveru þess og eins um baráttu þess við mótlæti og mismikinn stuðning og getu til slíks úr röðum landa hans.

Sigurður mætir

Tómas opnar frásögn sína svona:

„Það er undir lok septembermánaðar 1849, að sextán ára piltur norðan frá Íslandi, festulegur á svip, með gáfuleg augu og dökkt hár, mikið og

...