Listamennirnir Kristín Morthens og Scott Everingham opna sýninguna Öxull eða Axis í galleríinu Þulu, Marshallhúsinu, í dag, laugardaginn 17. ágúst, klukkan 17-19
Myndlistarkona Kristín Morthens er þekkt fyrir abstraktverk sín.
Myndlistarkona Kristín Morthens er þekkt fyrir abstraktverk sín. — Morgunblaðið/Eggert

Listamennirnir Kristín Morthens og Scott Everingham opna sýninguna Öxull eða Axis í galleríinu Þulu, Marshallhúsinu, í dag, laugardaginn 17. ágúst, klukkan 17-19.

Í sýningartexta eftir Tatum Dooley segir m.a.: „Í „Öxull“, tveggja manna sýningu á abstrakt málverkum Scotts Everinghams og Kristínar Morthens, er tungumál abstraktsins til staðar í tveimur aðskildum en einkennandi aðferðum sem bregðast við og tengjast hvor annarri.“

Þar segir einnig að fyrir Everingham sé „málverk leið til að búa til sjónræna framsetningu á meðvituðu og ómeðvituðu umhverfi“ en málverk Kristínar sameini „landslag, fígúrutífu og abstrakt og skapi millirými sem ekki er auðvelt að henda reiður á“.

Everingham er fæddur árið 1978 býr

...