Vilhjálmur S. Vilhjálmsson skráði minningarþætti Páls Guðmundssonar á Hjálmsstöðum í Laugardal (1873-1958). Bókin heitir Tak hnakk þinn og hest og kom út 1954. Páll var landskunnur hagyrðingur og endurminningar hans eru um margt áhugaverð lesning
Orðaröð &bdquo;Setningin <strong><em>Hún hitti frænku sína í Gleðigöngunni á laugardaginn</em></strong> stendur fyrir sínu.&ldquo; Einnig: &bdquo;<strong><em>Í Gleðigöngunni á laugardaginn hitti hún frænku sína</em></strong>.&ldquo;
Orðaröð „Setningin Hún hitti frænku sína í Gleðigöngunni á laugardaginn stendur fyrir sínu.“ Einnig: „Í Gleðigöngunni á laugardaginn hitti hún frænku sína.“ — Morgunblaðið/Óttar Geirsson

Tungutak

Ari Páll Kristinsson

ari.pall.kristinsson@arnastofnun.is

Vilhjálmur S. Vilhjálmsson skráði minningarþætti Páls Guðmundssonar á Hjálmsstöðum í Laugardal (1873-1958). Bókin heitir Tak hnakk þinn og hest og kom út 1954. Páll var landskunnur hagyrðingur og endurminningar hans eru um margt áhugaverð lesning. Óhætt er að segja að tungutakið sé á köflum kjarnmikið. Frásagnarstíllinn geymir ýmis hefðbundin einkenni, svo sem að skipta milli óbeinnar og beinnar ræðu: „Allt í einu sagði Einar eins og vant var: „Jæja, Páll, nú skal yrkja.“ Ég svaraði því játandi, en spurði svo: „En um hvað eigum við að yrkja?“ En Einar vissi það ekki, enda var farið að minnka á flöskunni og ekkert fram undan. „Við yrkjum bara

...