Fram undan er forsetakjör í Bandaríkjunum og nýlega var kosið til þings í Bretlandi og Frakklandi. Þótt fyrirkomulag kosninga í þessum þremur löndum sé um margt ólíkt, er það sameiginlegt, að úrslit kosninga þurfa ekki að svara til atkvæðatalna. Verkamannaflokkurinn í Bretlandi fékk færri atkvæði en í síðustu kosningum, en miklu fleiri þingsæti. Skýringin var, að Íhaldsflokkurinn tapaði fjölda þingsæta, af því að í mörgum kjördæmum hirti Umbótaflokkurinn (Reform Party) af honum verulegt fylgi, svo að hann varð ekki lengur stærsti flokkurinn. Þjóðfylkingin í Frakklandi jók talsvert fylgi sitt í síðari umferð þingkosninganna, en af því að vinstri flokkar höfðu myndað bandalag gegn henni, skilaði það sér ekki í þingsætum. Vel getur verið, að forseti Bandaríkjanna verði kjörinn með minni hluta atkvæða samanlagt, vinni hann sigur í nokkrum ríkjum, sem ráðið geta úrslitum, en mörg önnur ríki eru næsta örugga vígi annars hvors

...