Gísli Jónsson fæddist 17. ágúst 1889 í Litlabæ á Álftanesi. Foreldrar hans voru hjónin Jón Hallgrímsson, f. 1855, d. 1921, og Guðný Jónsdóttir, f. 1857, d. 1928.

Gísli brautskráðist fyrstur manna úr Vélstjóraskóla Íslands vorið 1916. Árin 1914-1924 var hann vélstjóri, fyrst á strandferðaskipum og síðan á skipum Eimskipafélags Íslands. Hann gerðist síðan umsjónarmaður skipa og véla og gegndi því starfi síðan fram á árið 1968. Hann sá m.a. um smíði allra nýsköpunartogara ríkissjóðs 1945-1950. Hann var jafnframt framkvæmdastjóri ýmissa félaga og fyrirtækja í Reykjavík og á Bíldudal frá 1933

Gísli var formaður Vélstjórafélags Íslands 1912-1924, formaður stjórnar Sparisjóðs vélstjóra 1960-1963 og formaður Þingvallanefndar 1950-1957, svo fátt eitt sé nefnt. Hann var alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1942-1956 og 1959-1963 og forseti efri deildar Alþingis 1953-1956. Í Norðurlandaráði átti hann sæti 1952-1956 og 1959-1963 og var á síðara tímabilinu formaður

...