Erum við á flótta með allt sem íslenskt er?
Snorri Snorrason
Snorri Snorrason

Snorri Snorrason

Undirritaður fór fyrr í sumar í ferðalag um Norðurlöndin á eigin bíl. Að aka um Skandinavíu var mjög áhugavert, hvað allt var snyrtilegt og hvað frændur okkar Danir, Svíar og Norðmenn nota þjóðfánann víða eða þá veifur. Hvað er að okkur Íslendingum? Ég nota gjarnan fánann eða veifu við mitt heimili. Fáninn okkar er að mínu mati fallegur og ég fyllist stolti við að sjá þjóðfánann við hún. Í vor hitti ég mann sem er rúmlega áttræður og við ræddum um íslenska fánann. Hann sagði að það mætti nota hann mögulega 17. júní og kannski 1. desember. Annars taldi hann það þjóðrembu að nota fánann.

Á hvað leið erum við Íslendingar? Ég var orðlaus.

Gleymum ekki þeim sem börðust fyrir sjálfstæði lands og þjóðar. Þarf ekki að koma á þjóðarvakningu um uppruna okkar og gildi? Erum við á flótta með allt

...