Um 66.649 erlendir ríkisborgar, af um 170 mismunandi þjóðernum, eru búsettir hér á landi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Birgis Þórarinssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, um sundurliðun skattgreiðenda á Íslandi eftir upprunalandi.

Gögnin byggja á fjölda þeirra sem skiluðu skattframtali árið 2023, en þó ber að nefna að heildarfjöldi innflytjenda hér á landi er að öllum líkindum meiri þar sem ekki eru teknir með þeir innflytjendur sem öðlast hafa íslenskt ríkisfang, sökum þess að þeir njóta sömu stöðu og

...