Dreki í sumarfríi Úlfur og Ylfa: Sumarfrí ★★★½· Eftir Ingileif Friðriksdóttur og Maríu Rut Kristinsdóttur. Myndlýsing Auður Ýr Elísabetardóttir. Salka, 2024. Innbundin, 40 bls. Sumarfrí er önnur bókin um þau Úlf og Ylfu, bestu vinkonu hans
Afbragð Auður Ýr sér um myndirnar í bókunum um Úlf og Ylfu.
Afbragð Auður Ýr sér um myndirnar í bókunum um Úlf og Ylfu.

Árni Matthíasson

arnim@mbl.is

Dreki í sumarfríi

Úlfur og Ylfa: Sumarfrí ★★★½·

Eftir Ingileif Friðriksdóttur og
Maríu Rut Kristinsdóttur.
Myndlýsing Auður Ýr Elísabetardóttir.

Salka, 2024. Innbundin, 40 bls.

Sumarfrí er önnur bókin um þau Úlf og Ylfu, bestu vinkonu hans. Sagan hefst þar sem þau eru að fara í ferðalag með mömmum Úlfs, Evu og Lóu. Ferðinni er heitið til Vestfjarða og þar er ýmisleg skemmtan í boðið, ekki bara að dást að landslagi og dýralífi, heldur líka að ærslast í læknum við sumarhús fjölskyldunnar og svo að taka þátt

...