Míkhaíló Podolíak, ráðgjafi Selenskís Úkraínuforseta, sagði í gær að sókn Úkraínumanna inn í Kúrsk-hérað hefði það markmið að knýja Rússa til þess að semja um frið með „sanngjörnum“ skilmálum
Súmí-hérað Úkraínskur hermaður sést hér undirbúa T-72-skriðdreka til orrustu með því að setja upp búr til þess að verja drekann fyrir drónum.
Súmí-hérað Úkraínskur hermaður sést hér undirbúa T-72-skriðdreka til orrustu með því að setja upp búr til þess að verja drekann fyrir drónum. — AFP/Roman Pilipey

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Míkhaíló Podolíak, ráðgjafi Selenskís Úkraínuforseta, sagði í gær að sókn Úkraínumanna inn í Kúrsk-hérað hefði það markmið að knýja Rússa til þess að semja um frið með „sanngjörnum“ skilmálum. Sagði Podolíak á samfélagsmiðlum sínum að Úkraínumenn vildu hefja friðarviðræður við Rússa, en að þær yrðu að vera á forsendum Úkraínumanna.

Podolíak sagði að Úkraínumenn ætluðu sér ekki að grátbiðja Rússa um að setjast að viðræðuborðinu, heldur hefðu Úkraínumenn sannað að þeir hefðu önnur ráð til þess að knýja Rússa til að semja, og eitt þeirra væri að veita Rússum þung högg á vígvellinum sjálfum. „Við getum greinilega séð í Kúrsk-héraði hvernig hernaðartólinu er beitt til þess að neyða Rússland til þess að hefja sanngjarnt viðræðuferli.“

...