Láglaunakonur á Íslandi eiga nú erfiðara með að ná endum saman, auk þess sem þær eru líklegri til þess að svelta sig, svo að börn þeirra fái að borða. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar fræðikvenna við Háskólann á Akureyri, Háskóla Íslands og…

Láglaunakonur á Íslandi eiga nú erfiðara með að ná endum saman, auk þess sem þær eru líklegri til þess að svelta sig, svo að börn þeirra fái að borða.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar fræðikvenna við Háskólann á Akureyri, Háskóla Íslands og Vörðu, rannsóknarstofu vinnumarkaðarins, á ójöfnuði meðal kvenna, og byggist rannsóknin á svörum 1.251 konu á vinnualdri. Rannsóknina leiddi Berglind Hólm Ragnarsdóttir, í samstarfi við þær Andreu Hjálmsdóttur, Valgerði S. Bjarnadóttur og Bergljótu Þrastardóttur.

Mynstur milli launa og líðanar

Í rannsókninni kemur einnig fram að hærra hlutfall láglaunakvenna reiði sig nú fjárhagslega á sveitarfélög, hjálparsamtök eða ættingja en því lægri sem tekjur þeirra eru, þeim mun líklegra er að þær beri lítið traust til opinberra aðila. Þá sjá höfundar skýrslunnar einnig merki um að mikill munur sé

...