Ólíkt mörgum öðrum verðmætum þá hefur kraftmikið frumkvöðladrifið nýsköpunarumhverfi þann eiginleika að það vex þegar af því er tekið.“

Úr ólíkum áttum

Úr ólíkum áttum

Þórdís Kolbrún R.

Gylfadóttir

thordiskolbrun@althingi.is

Stjórnmál snúast um það hvernig við viljum að samfélagið okkar sé skipulagt. Mælikvarði um hvort skipulagið sé vel heppnað er hvort okkur tekst að skapa verðmæti sem standa undir góðum lífsgæðum fyrir okkur öll og hvort fólk geti átt von á sanngjörnum afleiðingum vegna góðra eða slæmra ákvarðana sinna.

Dugnað þarf að verðlauna, þeir sem leggja rækt við samfélagið og efnahagslífið þurfa að njóta uppskerunnar. Við viljum að hagsmunir einstaklinganna fari sem best saman við hagsmuni samfélagsins í heild. Við viljum að þeir einstaklingar sem leggja mikið af mörkum fái að njóta þess en að öll njótum við

...