Ætli við eigum ekki fleira sameiginlegt en við höldum!“
Á Siglufirði fann Rena aftur fegurðina í grískri þjóðlagatónlist.
Á Siglufirði fann Rena aftur fegurðina í grískri þjóðlagatónlist. — Ljósmynd/Lefteris Parasiris

Gríska tríóið Arismari hélt tónleika fyrir gesti og gangandi í Þjóðlagasetrinu á Siglufirði í júlí. Klæðnaður og fas grísku söngkonunnar Renu Rasouli greip athyglina strax. Rena er dökk yfirlitum og glaðleg en fyrst og fremst afbragðs listamaður. Hún skipar tríóið ásamt bræðrum sínum, George og Alex. Undir kraftmiklum og líflegum tónum krítverskrar þjóðlagatónlistar ferðaðist blaðamaður í huganum til Krítar, á baðströnd þar sem volgur sjórinn leikur við bera fæturna í flæðarmálinu.

Hin 34 ára Rena ólst upp í þorpinu Sisses, sem stendur á milli borganna Rethymnon og Heraklion á Krít. Hún lýsir tilveru sinni í barnæsku og segist hafa verið algjör stráka-stelpa, enda ólst hún upp með tveimur bræðrum. Litlu hlutirnir í lífinu áttu hjarta hennar sem barn eins og að spila fótbolta, fara á ströndina eða hjálpa foreldrum sínum við að tína ólífur af ólífutrjánum. Náttúran

...