Gengi bréfa í Alvotech hækkaði um tæp 11% í Kauphöllinni í gær í um 2,7 milljarða króna veltu. Gengi félagsins hefur þá hækkað um tæp 19% í vikunni. Fyrir utan jákvætt uppgjör, sem birt var í fyrrakvöld og sýnir að tekjur félagsins hafa tífaldast á…
Róbert Wessman, forstjóri Alvotech.
Róbert Wessman, forstjóri Alvotech.

Gengi bréfa í Alvotech hækkaði um tæp 11% í Kauphöllinni í gær í um 2,7 milljarða króna veltu. Gengi félagsins hefur þá hækkað um tæp 19% í vikunni.

Fyrir utan jákvætt uppgjör, sem birt var í fyrrakvöld og sýnir að tekjur félagsins hafa tífaldast á milli ára, má að mati viðmælenda Morgunblaðsins á markaði helst rekja hækkunina til þess að stórir erlendir hlutabréfasjóðir hafa fjárfest í félaginu á liðnum mánuðum – sem eykur trúverðugleika þess á markaði.

Gengi flestra félaga hækkaði jafnframt í Kauphöllinni í gær.