Í London er nú verið að sýna fyrir fullu húsi leikgerð eftir hinum drepfyndnu sjónvarpsþáttum Fawlty Towers sem sýndir voru á RÚV forðum daga og glöddu mann svo einlæglega. Þar fór hinn frábæri John Cleese á kostum í hlutverki hótelseigandans Basils …
Manuel Vaxstytta af þjóninum lánlausa.
Manuel Vaxstytta af þjóninum lánlausa. — Wikipedia/Guldbrandsson

Kolbrún Bergþórsdóttir

Í London er nú verið að sýna fyrir fullu húsi leikgerð eftir hinum drepfyndnu sjónvarpsþáttum Fawlty Towers sem sýndir voru á RÚV forðum daga og glöddu mann svo einlæglega. Þar fór hinn frábæri John Cleese á kostum í hlutverki hótelseigandans Basils Fowltys og var studdur af einvalaliði og má þar nefna Andrew Sacks sem lék snilldarlega þjóninn lánlausa Manuel sem var frá Barselóna.

Það getur ekki verið annað en hollt að hlæja og maður hló oft hátt við áhorfið á sínum tíma og hlær enn þegar maður rekst á endursýningar þáttanna á erlendum sjónvarpsstöðvum. Leiksýningin í London er mikil skemmtun og leikararnir minna mjög á leikarana í þáttunum. Undir lokin veinar allt leikhúsið af hlátri í atriðinu fræga þar sem hóteleigandinn Basil hittir Þjóðverja og reynir að tala ekki við þá um seinni heimsstyrjöldina og Hitler en mistekst illilega. Þetta er eitt fyndnasta atriði

...