Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Það eru ákveðnir lykilþættir í þjónustu hins opinbera sem hafa mikil áhrif á vellíðan og lífsgæði fjölskyldna. Þar á meðal er biðin eftir leikskólaplássi, sem er mun lengri í Reykjavík en annars staðar. Í höfuðborginni varð sú stefna ofan á að leggja áherslu á niðurgreiðslu á kostnað þjónustustigs leikskólanna. Sú stefna hefur litlu skilað nema vandræðum.

Þrátt fyrir að íbúum Reykjavíkur hafi fjölgað um 16% frá 2014 hefur börnum á leikskólaaldri fækkað um 9%. Vinstri meirihlutinn hefur með því að fækka plássum um 940 á einum áratug hrakið frá sér fjölda barnafjölskyldna.

Þessi vanræksla gagnvart barnafjölskyldum hefur orðið til þess að Reykjavík hefur velt vandanum yfir á nágrannasveitarfélögin, þar sem reynt er að hugsa í lausnum. Þar hafa leikskólagjöld tekið hógværum hækkunum en fv. borgarstjóri sá sérstakt tilefni til þess að gagnrýna þær breytingar

...

Höfundur: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir