Auð lóð Lóðin við Bræðraborgarstíg þar sem til stendur að byggja.
Auð lóð Lóðin við Bræðraborgarstíg þar sem til stendur að byggja. — Morgunblaðið/sisi

Til stendur að reisa í kringum 17 litlar íbúðir í þremur húsum við Bræðraborgarstíg 1 til 5 í Reykjavík. Hús sem stóð við Bræðraborgarstíg 1 brann til kaldra kola árið 2020 og hefur lóðin staðið auð síðan brunarústirnar voru fjarlægðar.

Upphaflega stóð til að reisa íbúðir með mikilli sameign í anda Baba yaga-systurhúsa þar sem eldri konur fá tækifæri til að búa í sameiginlegu húsnæði innan eigin veggja. Það gekk ekki upp vegna of mikils byggingarmagns en áfram er gert ráð fyrir mikilli sameign eins og jóga-sal, vinnustofu og gróðurhúsi. Þetta segir Runólfur Ágústsson, þróunar- og verkefnastjóri Þorpsins vistfélags, sem fer með uppbyggingu á svæðinu. Runólfur segist enn hafa mikla trú á hugmyndinni af Baba yaga-systrahúsum og segir að nú sé verið að leita eftir nýjum reit fyrir slíkt húsnæði.

Þá vonast hann til þess að geta hafist

...