Ætli það sé ekki veðrið sem ber helst til tíðinda á þessu sumri. Tryggvi Jónsson var að spá í hvað hann ætti að taka með sér í óvissuferð og ákvað að hafa varann á: Best er að hafa brækur hlýjar og brúnar ullarlúffur nýjar

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Ætli það sé ekki veðrið sem ber helst til tíðinda á þessu sumri. Tryggvi Jónsson var að spá í hvað hann ætti að taka með sér í óvissuferð og ákvað að hafa varann á:

Best er að hafa brækur hlýjar

og brúnar ullarlúffur nýjar.

Á haus skal svo húfa vera

um hálsinn trefil að bera.

Svo er gott í konna að kíkja

ef karlinn þarf háls að mýkja.

Glaður má svo góða skapið hafa

gjarnan við aðra karla að skrafa.

Kvæðamannafélagið Snorri og Kvæðamannafélagið Iðunn stóðu fyrir viðburði

...