Hvarvetna eru vígfúsir stjórnmálamenn sem telja það sjálfsagða skyldu sína að beita vopnum oft af litlu tilefni.
Guðjón Jensson
Guðjón Jensson

Guðjón Jensson

Síðastliðinn vetur gekkst eg undir aðgerð á öðru hné. Eg var staðdeyfður með svonefndri mænustungu. Fyrir vikið var eg meðvitandi meðan aðgerðin stóð yfir. Það var áhugavert um hvað skurðlæknarnir töluðu sín á milli. Þeir voru að bera saman vinnuaðstöðu sína við ákafega erfiðar og krefjandi aðstæður starfsfélaga sinna á Gasa þar sem sprengjunum bókstaflega rigndi yfir sjúka sem særða, konur og börn sem og venjulega borgara.

Mér þótti mjög merkilegt að íslenskir læknar höfðu bundið hug sinn við aðstæður starfsfélaga sinna í fjarlægu landi. Það sýnir hversu meðvitund um mannúð er mikil sem virðir engin landamæri, stjórnmálaskoðanir, trúarviðhorf né annað þvi tengt. Mannúðin var öllu ofar í huga læknanna.

Þegar litið er á vægast sagt mjög bágborið ástand heimsmála má lítið bera út

...