Íslenska landsliðskonan Emilía Kiær Ásgeirsdóttir skoraði bæði mörk Nordsjælland í 2:1 sigri liðsins gegn Köge í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Köge komst í 1:0 forystu á 34. mínútu eftir sjálfsmark frá Emilie Byrnak

Íslenska landsliðskonan Emilía Kiær Ásgeirsdóttir skoraði bæði mörk Nordsjælland í 2:1 sigri liðsins gegn Köge í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Köge komst í 1:0 forystu á 34. mínútu eftir sjálfsmark frá Emilie Byrnak. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks fékk Rebeka Winther, varnarmaður Köge, að líta rauða spjaldið og á 59. mínútu jafnaði Emilía metin fyrir Nordsjælland. Aðeins sjö mínútum síðar kom hún Nordsjælland yfir með sínu öðru marki. Mörkin urðu ekki fleiri og er Nordsjælland á toppi deildarinnar með sex stig eftir tvo leiki en Emilía hefur skorað þrjú mörk í fyrstu tveimur umferðunum. Emilía Óskarsdóttir var ekki í leikmannahópi Köge sem er í fjórða sæti deildarinnar með 3 stig.

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur gengið frá samningi við Grikkjann Ioannis Agravanis og mun hann leika með liðinu

...