Friðlýsing Vonarskarðs sem náttúruvés yrði ævarandi bautasteinn um hugsjón og metnað stjórnar þjóðgarðsins og ráðherra umhverfismála.
Vonarskarð „Eitt af helstu djásnum Vatnajökulsþjóðgarðs.“
Vonarskarð „Eitt af helstu djásnum Vatnajökulsþjóðgarðs.“

Þuríður Helga Kristjánsdóttir

Á dögunum fór ég inn að Vonarskarði í Vatnajökulsþjóðgarði. Í andakt gekk ég um þetta svæði og upplifði á eigin skinni, sem og í hjarta og anda, hve magnað þetta landsvæði er. Ég fann einnig til mikillar ábyrgðar því ég er formaður Skrauta, félags sem Snorri Baldursson stofnaði og hefur það m.a. að markmiði að vernda landslagsheild Vonarskarðs til framtíðar, en ég tók við formennsku þegar Snorri, föðurbróðir minn, féll frá haustið 2021. Ég skynjaði sterkt þá skyldu sem við berum í umgengni við náttúruna og nauðsyn þess að fara um viðkvæm svæði af virðingu. Ég hugsaði til náttúruverndarfólks sem vinnur af alúð og ástríðu í þágu náttúruverndar og þeirra hugsjóna sem urðu til þess að Vatnajökulsþjóðgarður var stofnaður og settur á heimsminjaskrá UNESCO. Í grein sem Snorri birti í Kjarnanum 18.2. 2021 hvetur hann til friðlýsingar Vonarskarðs sem náttúruvés, sem er

...