Vatnaveröld Vatnaveröld er yfirbyggður vatnsleikjagarður í Reykjanesbæ en þar eru einnig 25 metra útilaug og 50 metra innilaug auk gufubaðs.
Vatnaveröld Vatnaveröld er yfirbyggður vatnsleikjagarður í Reykjanesbæ en þar eru einnig 25 metra útilaug og 50 metra innilaug auk gufubaðs.

Reykjanesbær býður íbúum í Hafnarfirði, Kópavogi, Álftanesi, Garðabæ, Norðlingaholti, Breiðholti, Hólmsheiði og Almannadal að nýta sér aðstöðu í Vatnaveröld án endurgjalds á meðan heitavatnslaust verður á þessum svæðum frá mánudagskvöldi til miðvikudags vegna viðgerðar á suðuræð Veitna.

Segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ að með því vilji bæjarbúar endurgjalda sams konar boð þegar heitavatnslaust varð í nokkra sólarhringa á Suðurnesjum sl. vetur þegar hraunrennsli rauf lögnina sem flytur heitt vatn frá Svartsengi til íbúa á Suðurnesjum.

Skrúfað verður fyrir heitt vatn í öllum Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi, Norðlingaholti, Breiðholti, Álftanesi, Almannadal og Hólmsheiði, frá klukkan 22 í kvöld og er búist við því að heitavatnsleysið muni vara í um einn og hálfan sólarhring, fram til hádegis á miðvikudag. Ástæða heitavatnsleysisins er sú að unnið er að

...