Hin bandaríska Brittany Lacayo er með breiðustu tungu allra lifandi kvenna samkvæmt Heimsmetabók Guinness sem greindi frá þessu nýja heimsmeti í gær. Tunga hennar mælist 7,90 cm á breiddina og er hún því næstum jafn breið og kreditkort. Tunga hennar er jafnframt 2,5 cm lengri á breiddina en lengdina.

Metið hafði ekki verið slegið í heil 10 ár en Lacayo segist alltaf hafa vitað að hún væri með óvenju stóra tungu en að hún hafi þó aldrei áður íhugað að hennar tunga gæti verið sú breiðasta í heimi.

Nánar um málið á K100.is.