Ingibjörg Gústavsdóttir fæddist á Akureyri 25. september 1941. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri 5. ágúst 2024.

Foreldrar hennar voru Gústav Elís Berg Jónasson rafvirkjameistari, f. 16. nóvember 1911 á Þingeyri, d. 20. nóvember 1990 á Akureyri, og Hlín Jónsdóttir húsmóðir, f. 17. júní 1911 á Akureyri, d. 27. janúar 1973 á Akureyri.

Bræður Ingibjargar voru: Ingvi, f. 1939, d. í frumbernsku sama ár, og Bolli Þórir vígslubiskup, f. 17. nóvember 1935, d. 27. mars 2008, eiginkona hans var Matthildur Jónsdóttir hárgreiðslumeistari, f. 2. janúar 1936, d. 1. janúar 2024. Börn þeirra eru Hlín, Jóna Hrönn, Gústav Geir, Gerður, Bolli Pétur og Hildur Eir.

Ingibjörg nam við Húsmæðraskólann á Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu árið 1959-1960. Hún lauk sjúkraliðaprófi frá Fjórðungssjúkrahúsinu á

...