Steinn í miðju Stonehenge minnismerkisins á suðvesturhluta Englands kom upphaflega frá norðvesturhluta Skotlands, í um 750 kílómetra fjarlægð. Vísindamenn segja að þessi niðurstaða hafi leyst eina ráðgátu sem tengist Stonehenge en um leið vakni…
Ráðgáta Altarissteinninn í Stonehenge sést á myndinni við hlið tveggja stærri steina. Steinninn er talinn vera frá norðurhluta Skotlands.
Ráðgáta Altarissteinninn í Stonehenge sést á myndinni við hlið tveggja stærri steina. Steinninn er talinn vera frá norðurhluta Skotlands. — AFP/Nick Pearse/Aberystwith-háskóli

Guðmundur Sv. Hermannsson

gummi@mbl.is

Steinn í miðju Stonehenge minnismerkisins á suðvesturhluta Englands kom upphaflega frá norðvesturhluta Skotlands, í um 750 kílómetra fjarlægð. Vísindamenn segja að þessi niðurstaða hafi leyst eina ráðgátu sem tengist Stonehenge en um leið vakni spurningar um hvernig forsögulegir byggingarmeistarar fóru að því að flytja steininn svona langa leið.

Stonehenge, sem er talið hafa verið reist á nýsteinöld fyrir um 5 þúsund árum, er dularfullt mannvirki sem hefur orðið uppspretta sagna um aldir. Þannig var á miðöldum talið að galdrakarlinn Merlin úr sögunni um Artúr konung hefði stolið minnismerkinu frá Írlandi.

En nú þykir ljóst að sandsteinsstólparnir, sem standa uppréttir í steinhringnum, eigi uppruna sinn í Marlborough í nokkurra tuga kílómetra fjarlægð og blágrýtissteinarnir í innri hringnum séu frá

...