Blómahátíð Tívolítækin í Hveragerði voru sum nokkuð ógnvænleg.
Blómahátíð Tívolítækin í Hveragerði voru sum nokkuð ógnvænleg. — Morgunblaðið/Hákon

Árlega fjölskyldu- og menningarhátíðin Blómstrandi dagar fór fram í Hveragerði um helgina.

Hátíðin stóð yfir frá fimmtudegi til sunnudags og var hápunkti hátíðarinnar náð á laugardeginum þegar Kjörísdagurinn fór fram. Þar gafst gestum tækifæri á að bragða á hinum ýmsu bragðtegundum.

Á laugardagskvöldinu var svo blásið til tónleika í Lystigarðinum og blómaball haldið í íþróttahúsinu í Hveragerði.