Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna kom til Ísraels í gær í níundu ferð sinni til Mið-Austurlanda frá því Hamas-samtökin réðust á Ísrael í október á síðasta ári. Blinken mun á morgun fara til Kaíró í Egyptalandi þar sem viðræður um…
Antony Blinken
Antony Blinken

Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna kom til Ísraels í gær í níundu ferð sinni til Mið-Austurlanda frá því Hamas-samtökin réðust á Ísrael í október á síðasta ári.

Blinken mun á morgun fara til Kaíró í Egyptalandi þar sem viðræður um vopnahlé á Gasasvæðinu verða teknar upp að nýju,

Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels sakaði í gær Hamas-samtökin um að standa í vegi fyrir friðarsamkomulagi og sagði að auka þyrfti þrýsting á samtökin sem hefðu ekki sent fulltrúa á fund í Katar í síðustu viku.

Talsmenn Hamas sögðu á móti að Netanjahú bæri fulla ábyrgð á því að ekki hefði tekist að ná samkomulagi um vopnahlé og lausn gísla sem eru í haldi Hamas á Gasasvæðinu.